Þessi verkefnapakki er viðbót við þá stafrænu pakka sem hafa verið kynntir í verkefninu, sérstaklega MAAS Methods eGuide, sem styður við sjálfvirkni og stafræna væðingu vinnumiðlunar með nýju „rakningartóli“ fyrir þá aðferðafræði sem við vinnum eftir „Match, attach and Sustain“.Þae er megin áherslan á stafrænt appi – eTracker og Portfolio Builder, sem er nýstárlegt stafrænt frasímaforrit sem hentar fyrir alla aðila – vinnumiðlara, atvinnuleitendur og einnig atvinnurekendur í ferðaþjónustu.
Kerfið gerir nýjar kröfur til vinnumiðlunar þar sem áherslan er á að viðhalda starfi og gengur þannig lengra en hefðbundin vinnumiðlun.
Þessi verkefnapakki hefur því heildarmarkmiði MAAS-verkefnisins að leiðarljósi með því að hanna og beita tæknitengdri ‘CRM’ (Customer Relationship Management) (ísl. stjórnun viðskiptatengsla) með þremur megin markmiðum:
- hjálpar vinnumiðlurum að fylgjast með hvernig gengur að fylgja aðferðafræðinni um að para saman, ráða í starfið sem og að viðhalda starfinu bæði hvað varðar atvinnnueitandann sem og vinnuvetandann.
- gera atvinnuleitendum kleift að geyma stafrænt gögn um starfstengd nám, e.k. stafræn ferilskrá.
- veita vinnuveitendum auðveldan búnað til að fylgjast með öllu ráðningarferlinu.