MAAS (Match, Attach and Sustain) þróar nýjar aðferðir og eflir vinnumiðlara Evrópu. Það eflir og sérsníðar upplýsinga- og ráðgjafaþjónustu með áherslu á að geta stutt betur við úkraínska flóttamenn og aðra atvinnuleitendur í brýnni þörf. MAAS leggur áherslu á atvinnugreinar og í þessu tiltekna verkefni er sjóninni beint að starfstækifærum í ferðaþjónustu sem er að rísa upp úr Covid-19 heimsfaraldrinum.
MAAS (Match, Attach and Sustain) þróar nýjar aðferðir og eflir vinnumiðlara Evrópu. Það eflir og sérsníðar upplýsinga- og ráðgjafaþjónustu með áherslu á að geta stutt betur við úkraínska flóttamenn og aðra atvinnuleitendur í brýnni þörf. MAAS leggur áherslu á atvinnugreinar og í þessu tiltekna verkefni er sjóninni beint að starfstækifærum í ferðaþjónustu sem er að rísa upp úr Covid-19 heimsfaraldrinum.
MAAS samstarfsaðilarnir munu hanna nýjar stafrænar ráðgjafaraðferðir og munu innleiða nýja tegund vinnumiðlunarþjónustu fyrir atvinnuleitendur í ferðaþjónustu sem felst í því að veita upplýsingar, ráðgjöf og leiðbeiningar til að ná betri pörun sem og til að auka líkur á því að atvinnuleitandi haldi vinnu. Þróað verður nýtt þverþjóðlegt samtarf sem mun deila sín á milli nýjum aðferðum og verkfærum. MAAS mun leggja áherslu á stuðning við seiglu, þátttöku og efnahagslegt sjálfstæði úkraínskra flóttamanna sem hafa verið á flótta vegna stríðsins, til að bregðast við skorti á færni í ferðaþjónustu. Þetta verður samvinna fjölþjóðlegra vinnumiðlara sem skiptast á skoðunum og deila þekkingu, aðferðum og tækni með hugmyndafræði MAAS að leiðarljósi „Match, Attach & Sustain“